Húsapúsl Listir

Húsapúsl

Listfræðsluverkefnið Húsapúsl byggir á haustsýningu Skaftfells Prefab/Einingarhús þar sem velt er upp snertiflötum nýsköpunar og hefða, fagurfræði og nytsemi. Á sýningunni í Skaftfelli verða dæmi um einingahús og listræna tjáningu frá þremur tímabilum sögunnar sem velta upp spurningum um það hvernig við búum og hvernig við viljum búa. Áhersla er lögð á snertifleti byggingarlistar og myndlistar, upplifunar og skynjunar, en einnig hlutfallaprýði og myndbyggingu, efniskennd og birtu. Leiðandi dæmi eru valdar byggingar frá aldamótunum 1900 („Sweitserstíll“,) frá miðbiki 20. aldarinnar („eftirstríðsáramódernismi“) og úr samtímanum („vistvænleiki“),  þ.e. stílar sem hafa sömu grunnhugmyndina en ólíkar birtingarmyndir.

Nemendur mæta á haustsýningu Skaftfells þar sem þau fá leiðsögn og svo stutta listsmiðju í kjölfarið. Fjarlægari skólar fá verkefnið í formi farandsmiðju. Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt, er sýningarstjóri, þróar verkefnið og kennir það að hluta til. Skaftfell sér um allt skipulag og utanumhald.

Ljósmyndari: Rintala Eggertsson

Ljósmyndari: Pasi Aalto

Upplýsingar
Hvað

Húsapúsl - Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Hvenær

Haust 2020

Hvar

Austurland

Hverjir

Skaftfell
miðstöð myndlistar á Austurlandi Guja Dögg Hauksdóttir

Aldurshópur

5.- 7. bekkur

Aðstaða og tækni