Stelpur Filma! Kvikmyndir

Stelpur Filma!

Stelpur filma! er valdeflandi námskeið sem hvetur stelpur og kynsegin ungmenni til að vera virkir þátttakendur í kvikmyndagerð. Markmiðið er að að rétta af kynjahlutfallið í kvikmyndagerð og skapa stelpum öruggt umhverfi til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og láta rödd sína heyrast. Hvetja þær til kvikmyndagerðar, rækta innri sköpunargáfu, segja sögur og mynda tengsl við kvenkyns fyrirmyndir. Þátttakendur læra undirstöðuatriði í kvikmyndagerð og gera stuttmyndir undir leiðsögn fagfólks.

Lögð er áhersla á sjálfseflingu, umburðarlyndi og enginn er dæmdur út frá frammistöðu, kynvitund, bakgrunni, uppruna, fjárhagslegri stöðu eða öðrum breytum.

Námskeiðið var fyrst haldið í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi árið 2015.
Í ár mun Stelpur filma! færa út kvíarnar og vera með námskeið í öllum landshlutum með stuðningi meðal annars Barnamenningarsjóð.

Áhugasamir fulltrúar grunnskóla er boðið að hafa samband á netfangið skolar@riff.is

Upplýsingar
Hvað

Kvikmyndasmiðja

Hvenær

September - maí - 2021- 2022

Hvar

Um allt land

Hverjir

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Aldurshópur

8. - 9. bekkur

Aðstaða og tækni