Flestir þekkja þjóðsöguna um Búkollu, úr í safni Jóns Árnasonar. Á þessum tónleikum er sagan sögð sem tónlistarævintýri en Gunnar Andreas Kristinsson hefur skapað heillandi hljóðheim þar sem helstu persónur sögunnar eiga sín eigin stef og tónlistin er einnig lýsandi fyrir áskoranir Karlssonar og Búkollu, s.s. fjallið sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi, móðuna miklu og bálið stóra. Sagan er sögð af fjórum hljóðfæraleikurum og sögumanni, auk stjórnanda, en samtímis birtast skemmtilegar myndskreytingar Böðvars Leós á skjá.
Tónlistarævintýri
Haustið 2025
Árborg og Ölfus
Ármann Helgason
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Kjartan Guðnason
Guðni Franzson
Hávarður Tryggvason
Níels Thibaud Girerd
1. - 3. bekkur
SKjávarpi og píanó