10. júní 2024

Sumarkveðja Listar fyrir alla

Við þökkum innilega öllum börnum, starfsfólki og kennurum grunnskólanna fyrir frábærar viðtökur á starfsárinu sem nú er að líða.
Við þökkum einnig hjartanlega okkar frábæra listafólki og liststofnunum sem miðla af þekkingu sinni til barna og ungmenna um land allt með sínum frábæra sköpunarkrafti.

Á þessu ári voru um 15 fjölbreyttir og fræðandi viðburðir sem ferðuðust um land allt.
Aðrir viðburðir eins og BIG BANG sem haldin var hátíðlega í Hörpu við frábærar viðtökur, Sögur – verðlaunahátíð barnanna fór fram með pompi og prakt í júní, RIFF kvikmyndahátíðin var hin glæsilegasta, Listalestin fór á Hvolsvöll í ár og svo mætti lengi telja.
Alla viðburði starfsársins sem nú er að ljúka er hægt að skoða með því að smella hér.

Næsta starfsár er mjög spennandi og munum við setja alla viðburði næsta starfsárs undir listviðburðir hér á síðunni þar sem hægt er að skoða nánari upplýsingar um hvern viðburð fyrir sig.
Listalestin í samstarfi við Listaháskóla Íslands er komin með næsta áfángastað og mun hún fara á Suðurland vorið 2025.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til frekara samstarfs á næsta ári.

Sumarkeðja,
List fyrir alla