6. september 2023

WOW eperience á Íslandi

The WOW Experience (WOW) er spennandi verkefni sem hefur skoðað upplifun á faglegum listviðburðum í skólum. Í ljósi þess að listræn heilindi séu góð, hvað þarf til að nemendur fái þýðingarmikla upplifun?

List fyrir alla, Laugarnesskóli, Listkennsludeil LHÍ og Skóla og frístundasvið Reykjavíkur eru þátttakendur í WOW experience verkefninu fyrir hönd Íslands og hafa síðustu fjögur ár starfað ásamt frábærum hópi fagfólks. Við fengum þann heiður að halda lokafundinn hér á Íslandi síðustu dagana í ágúst. Það var þreyttur og sáttur hópur sem hélt heim á leið en gestirnir okkar fengu smakk af íslensku þjóðfélagi – menningu og útiveru og voru alsælir með dvölina enda ekki annað hægt. Við heimsóttum eftirtaldar stofnanir Laugarnesskóla, Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn, Skóla og frístundasvið, Dalskóla, Menningarhúsið Úlfarsárdal, Sundlaugina í Úlfarsárdal, Sky lagoon, Sjáland, Fischersund og Hörpu tónlistar og ráðstefnuhús.
Hljómsveitin BREK hélt ógleymanlega tónleika fyrir gestina okkar og 500 nemendur Laugarnesskóla auk þess sem við heimsóttum Þingvelli og Katlagil.

Þátttakendur

Þátttakendur verkefnisins eru fulltrúar níu stofnana frá fjórum löndum (Noregi, Finnlandi, Íslandi og Norður-Makedóníu) og koma úr skóla- og listageiranum.

Árið 2020 hlaut WOW Erasmus+ styrk til ágúst 2023.

Umsjónaraðili

Upphafið að og umsjónaraðili WOW verkefnisins er list framleiðandi fyrir The Cultural Schoolbag í Vestfold og Telemark fylki í Noregi. The Cultural Schoolbbag er innlend áætlun sem er hönnuð til að tryggja að allir nemendur í Noregi á aldrinum 6 til 19 ára upplifi reglulega faglega list og menningu ýmis konar.

Sameiginleg alþjóðleg áskorun og jákvæð áhrif listupplifunar

Megin ástæðan fyrir tilurð WOW verkefnisins er að samkvæmt innlendri könnun í Noregi (UngData 2019) eru færri nemendur ánægðir í skólanum, hlutfallslega margir upplifa mikla streitu og aukning hefur orðið á nemendum sem þjást af þunglyndiseinkennum.

Þátttakendur í WOW hafa allir orðið vitni að þeim jákvæðu áhrifum sem þýðingarmikil listupplifun getur haft á nemendur. Það getur hvatt til þátttöku og opinni umræðu um viðkvæm málefni, kallað fram gagnrýna hugsun og kveikt sköpunargáfu. Listin þróar okkur sem manneskjur og að deila góðri listupplifun getur leitt nemendur saman og gefið þeim tilfinningu um að þeir tilheyri hópi.

Reynsla okkar er studd af WHO skýrslunni 2019 „What is the evidence on the role of the arts in improving health and well-being”, sem staðfestir að þátttaka í listum getur verið gagnleg fyrir geðheilsu okkar og stuðlað að félagslegri aðlögun.

Hins vegar sjáum við mun á milli skóla og innan þeirra í útkomu listupplifunar. Sumir eru virkir viðtakendur og leiðbeinendur; aðrir eru óvirkir og taka ekki þátt. Og hér eru mörg glötuð tækifæri. Þetta er það sem WOW vildi kanna: Hvernig getum við tryggt að nemendur fái þýðingarmikla upplifun á listviðburðum með atvinnu listafólki?

Markmið verkefnisins

  1. Bæta samstarf milli listveitenda og skóla þegar þeir veita nemendum faglega list upplifun.
  2. Bæta skipulag faglegrar lista- og menningarstarfsemi innan skólanna.
  3. Fjölga kennurum sem auðvelda nemendum sínum aðgengi að þýðingarmikilli faglegri list upplifun.

Verkfærakista/hugmyndabanki fyrir bestu aðferðirnar

The Best Practice Toolbox

Í verkefninu skiptumst við á hugmyndum og könnuðum aðferðir til að bæta eigin vinnubrögð. Við prófuðum líka nokkrar valdar aðferðir. 

Niðurstaðan er þessi verkfærakista/hugmyndabanki sem við vonum að geti veitt einfaldar ábendingar og hugmyndir um hvernig aðrir geta nýtt sér faglega listupplifun sem best og þannig gert hana þýðingarmeiri fyrir nemendur. Verkfærakistan er ætluð listveitum og skólum (kennarar, menningartenglar og skólastjórnendur).