Djákninn á Myrká Tónlistarsaga

Djákninn á Myrká

“Bíddu hérna, Garún, Garún,
meðan eg flyt hann Faxa,
Faxa, upp fyrir garða, garða.”

Tónverkið, “Djákninn á Myrká” eftir Huga Guðmundsson hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um barnaverk á Norrænum Músíkdögum í Finnlandi árið 2013. Sagan er í senn heillandi og óhugguleg og því var mikilvægt að finna tónlistarlega leið sem gæti passað fyrir börn á grunnskólaaldri. Ragnheiður Gestsdóttir hafði lausnina; að setja þjóðsöguna inn í aðra sögu og skapa þannig mátulega fjarlægð frá mesta óhugnaðinum án þess að breyta sjálfri þjóðsögunni. Fyrstu tillögur að verkinu, fyrstu fimm mínúturnar, komust áfram í aðra umferð keppninnar og að lokum stóð verkið uppi sem sigurvegari. Það var frumflutt á finnsku en hefur síðar verið flutt á íslensku, sænsku og dönsku í mismunandi útgáfum, m.a. fyrir stóra sinfóníuhljómsveit.

Um höfundinn Huga Guðmundsson

Hugi Guðmundsson nam tónsmíðar og raftónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn (MMus í tónsmíðum) og Sonology stofnunina í Den Haag (MA í tölvutónlist).

Hugi hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir list sína og má þar nefna íslensku tónlistarverðlaunin fjórum sinnum, Kraumsverðlaunin, þrjár heiðurstilnefningar á alþjóðlega tónskáldaþinginu og fyrstu verðlaun í tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 fyrir barnaverkið Djáknann á Myrká. Sinfóníhljómsveit Íslands hefur flutt verkið sex sinnum þar sem Halldóra Geirharðsdóttir var sögumaður og hefur það verið þýtt á ensku, finnsku, sænsku og dönsku.

Hugi hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2014 en síðar það ár hlaut hann einnig hæsta styrk sem veittur er af danska ríkinu til tónskálda en hann er í formi þriggja ára starfslauna. Aðeins eitt tónskáld úr hverjum tónlistargeira hlýtur þennan styrk ár hvert.

Stærsta verk Huga til þessa er óperan Hamlet in absentia en fyrir hana hlaut hann íslensku tónlistarverðlaunin 2016. Óperan var jafnframt tilnefnd til hinna virtu Reumert sviðslistaverðlauna sem óperuuppfærsla ársins í Danmörku og er nú tilnefnt til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Allt frá námslokum 2007 hefur Hugi starfað í Danmörku sem sjálfstætt starfandi tónskáld. Hann heldur þó alltaf miklum tengslum við Ísland og kemur þangað að lágmarki 3-4 sinnum á ári vegna ýmiskonar vinnu.

www.hugigudmundsson.com

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarsaga

Hvenær

19. mars 2019 Reykjanesbær

Hvar

Hljómahöllin í Reykjanesbæ

Hverjir

Tónlistarhópurinn Djákninn
Sverrir Guðjónsson sögumaður
Pétur Jónasson gítar
Haukur Gröndal klarinett
Sigurður Halldórsson selló

Aldurshópur

3. - 5. bekkur

Aðstaða og tækni

Svið

d