Fuglabjargið Tónlistarleikhús

Fuglabjargið

Fuglabjargið er áferðarfagurt tónleikhúsverk fyrir börn þar sem hljóðfæraleikarar og söngvarar verksins bregða sér í allra fugla líki. Í verkinu fylgjumst við með einu ári í eyjunni Skrúði þar sem árstíðir koma og fara, hver á eftir annarri, og svo hring eftir hring eftir hring.

Fuglabjargið er nýtt, íslenskt barnaverk en textinn er eftir Birni Jón Sigurðsson, en hann hlaut Grímutilnefningu sem leikrit ársins 2020 ásamt leikhópnum CGFC fyrir verkið Kartöflur. Tónlist verksins er frumsamin af Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur, en Ingibjörg var nýlega kosin bjartasta von íslensks tónlistarlífs í samtíma- og klassískri tónlist. Leikstjórn er í höndum Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistaráði, Starfslaunasjóði listamanna, Átaksverkefni atvinnuleikhópa, Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Nordic Culture Point.

Sýningin er 60 mínútur.

Tónskáld: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Handritshöfundur: Birnir Jón Sigurðsson
Leikstjórn: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Söngvarar: Björk Níelsdóttir, Ragnar Pétur Jóhannsson og Viktoría Sigurðardóttir
Hljóðfæraleikarar: Björg Brjánsdóttir, Bryndís Þórsdóttir, Halldór Eldjárn og Tumi Árnason
Leikmynd: Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Birnir Jón Sigurðsson
Búningar: Sólveig Spilliaert
Ljós: Jóhann Friðrik Ágústsson
Myndbandshönnun: Louis Crevier
Tónlistarstjóri: Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson
Aðstoðarleikstjóri: Marta Ákadóttir

Upplýsingar
Hvað

Tónlistarævintýri

Hvenær

2. - 3. desember 2021

Hvar

Austurland - Fjarðarbyggð og Múlaþing

Hverjir

Sviðslistahópurinn Hin fræga önd

Aldurshópur

2.-4.bekkur

Aðstaða og tækni

Menningarhúsið Skrúður