Goðasagnakenndar forynjur og furðuverur Listir

Goðasagnakenndar forynjur og furðuverur

Listasmiðja og innsýn í hugmyndavinnu höfundar

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur, teiknari og hugmyndasmiður hefur kafað ofan í brunn norrænna goðsagna og skapað margskonar listaverk úr þeirri uppsprettu. Má þar nefna bókaseríuna um Úlf og Eddu, Nornasöguseríuna, myndabækurnar Völuspá, Örlög guðanna og Hávamál. Auk þess hefur hún hannað spil, myndrefla og sýningar sem kalla á þátttöku gesta eins og Barnabókaflóðið. Kristín vinnur með menningararfinn á skapandi hátt með hugmyndaauðgi og endurvinnslu að leiðarsljósi. Hún hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna fyrir barnabækur sínar og hlotið Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang. Auk þess hefur hún hlotið Vorvindaviðurkenningu Ibby fyrir framlag sitt til barnamenningar.

Krístín Ragna er þaulvanur listasmiðjustjóri. Hún mun segja frá vinnu sinni og sýna myndir m.a. af furðuverum úr verkum sínum. Börnin fá síðan að búa til eigin forynjur og furðuskepnur – og hver veit nema þau geti í framhaldinu samið sögu, stuttmynd, tón-, dans- eða leikverk út frá hugmyndum sínum. Sköpunargleði, endurvinnsla sagnaarfsins og þróun hugmynda eru meginviðfangsefni listasmiðjunnar. Einnig verður komið inn á hvernig endurnýta má mismunandi efni á vistvænan og hugmyndaríkan hátt í listsköpun.

 

Upplýsingar
Hvað

Listasmiðjur

Hvenær

4. - 8. október 2021

Hvar

Þingeyjaskóli - Lundur - Raufarhöfn - Þórshöfn - Vopnafjörður - Reykjahlíð

Hverjir

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur
teiknari og hugmyndasmiður

Aldurshópur

1. - 10.bekkur

Aðstaða og tækni

Efnisveita