Gull og grjót á skólalóðinni er verkefni sem beinir sjónum okkar að listrænum gæðum og upplifunum í nánasta umhverfi okkar. Gull finnst flestum heillandi og jákvætt en grjót hefur á sér neikvæðari blæ – eða hvað? Er kannski hægt að breyta grjóti í gull og umbreyta þannig ljótu í fallegt?
Nemendur fá innsýn í viðfangsefni arkitekta, öðru nafni byggingarlistamanna og myndlistarmanna sem vinna í opinberu rými með “veggi” og “gólf” í umhverfi okkar utan bygginganna sjálfra. Þeir taka þátt í að meta gull og grjót eða gæði skólalóðinnar sinnar og fá að beita sér í gegnum listina til að gera hana að betri stað.
Guja Dögg Hauksdóttir er arkitekt, sem hefur mikla reynslu af kennslu á öllum aldursstigum.
Hún er höfundur bókarinnar Byggingarlist í augnhæð, um grunnatriði byggingarlistar sem gefin var út á vegum Námsgagnastofnunar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Arnór Kári Egilsson er myndlistarmaður, sem vinnur í ýmsa miðla og á breiðum vettvangi lista.
Hann er höfundur fjölda vegglistaverka í opinberu rými, meðal annars fyrir Listahátíð í Reykjavík og Art Attack á Neskaupstað.
Hér má finna myndband sem þær Guja Dögg og María Sjöfn tóku með svipað verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum
Byggingarlist og hönnun
maí 2019 Austurland
21. mai Stöðvarfjörður/Breiðdalsvík, 22. mai Djúpivogur, 23. - 24. mai Höfn
Guja Dögg Hauksdóttir
Arnór Kári Egilsson
1. - 10. bekkur
Salur með skjávarpa fyrir skyggnufyrirlestur. Skólalóð (völlur eða veggfletir). Upptökutæki, mynd og hljóð ef mögulegt er.