Kynfræðsla Pörupilta Leikrit

Kynfræðsla Pörupilta

Sýningin miðar að því að fræða og styrkja krakka, efla og afhelga umræðu um kynlíf á fyndin og skemmtilegan hátt.  Hugmyndin að verkinu er að skapa umræðu um þetta eldfima efni sem kynlíf er, að ná til krakkanna sem eru að stíga sín fyrstu spor á þessu sviði með húmorinn að vopni. Fá þau til að hlæja en í leiðinni að fræðast og er lögð mikil áhersla á að standa með sjálfum sér og fylgja eigin sannfæringu.

Sýningin var unnin í samvinnu við nemendur í kynjafræði í Kvennaskóla Reykjavíkur, Landlæknisembættið og Siggu Dögg kynfræðing. Verkið er sett upp þannig að kennarar geti svo gripið boltann eftir leikhúsferðina og skoðað þær spurningar um kynlíf, kynferði, staðalímyndir sem verkið veltir upp.

Markmið er að afhelga umræðuna um kynlíf og kynhegðun en boðskapurinn er fyrst og fremst að bera virðingu fyrir sjálfum og öðrum.  Sýningin ætluð fyrir unglinga í 9. – 10. bekk.

Sýningin var tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014.

Upplýsingar
Hvað

Kynfræðslu-uppistand Pörupilta

Hvenær

mars

Hvar

Vestmannaeyjar, Ísafjörður

Hverjir

María Pálsdóttir
Alexía Björg Jóhannesdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir

Aldurshópur

9. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Gólfpláss, þrír hljóðnemar á standi, skjávarpi og veggur/tjald til að varpa á. Ljós og hljóð.