Kjarval á kerru Myndlist

Kjarval á kerru

Hreyfimyndir og önnur verkefni innblásin af málverkum gömlu meistaranna Listasafn ASÍ skipuleggur vinnustofur/námskeið í skólum víðsvegar um landið.

Verkefnið felst í því að farið er með málverk úr stofneign Listasafns ASÍ inn í skólastofu þar sem nemendur fá að skoða verkið og fræðast um tilurð þess og höfund. Börnin vinna síðan dansverkefni eða hreyfimyndir sem innblásnar eru af viðkomandi verki. Þannig gefst þeim tækifæri til túlka verkið og gefa því nýtt líf. Þau rýna ofan í það sem helst vekur áhuga þeirra í verkinu; liti, birtu, form, stíl, bakgrunn eða það umhverfi sem verkið sjálft spratt úr á sínum tíma. Nemendur vinna í litlum hópum með aðstoð kennara sinna, búa til söguþráð, vinna dansverk eða klippimyndir úr pappír, mynda þær með spjaldtölvum, klippa þær til í klippiforriti og hljóðsetja. Þannig kynnast nemendur vel verkinu sjálfu í samhengi við listasöguna, læra um myndbyggingu, sjónarhorn og litanotkun, sögugerð og handritaskrif (storyboard), tæknivinnslu, hljóðvinnslu og kynnast jafnframt kvikmyndaferlinu frá upphafi til enda.

Verkið sem unnið verður með heitir Uppstilling/Við gluggann eftir Jón Engilberts og er frá árinu 1941.

Kennarar verða Ragnheiður Gestsdóttir myndlistar- og kvikmyndagerðarkona og Bára Bjarnadóttir myndlistarkona.

Dæmi um verkefni sem nemendur hafa unnið í verkefninu Kjarval á kerru:

 

 

Upplýsingar
Hvað

Kjarval á kerru

Hvenær

22. og 23. október 2019

Hvar

Höfn í Hornafirði

Hverjir

Listasafn ASÍ
Ragnheiður Gestsdóttir
Bára Bjarnadóttir.

Aldurshópur

5. bekkur

Aðstaða og tækni

Við tökum með okkur mest af þeim búnaði sem til þarf og notumst auk þess við það sem viðkomandi skóli getur boðið fram.