“Rákir – að teikna hreyfingu” er samvinnuverkefni dansarans Katrínar Gunnarsdóttur og teiknarans Rán Flygenring.
Í þessu tilraunasamstarfi er samspil teikningar og hreyfingar í brennidepli, þar sem leikið er með í spuna hvernig ólíkir miðlar, danslist og myndlist, hafa áhrif hvor á annan.
Verkefnið er hugsað sem tvíþætt, annars vegar listviðburður og hinsvegar vinnusmiðja fyrir grunnskólanemendur.
Byrjað er á stuttri sýningu þar sem listakonurnar sýna nemendum sitt samstarf. Að sýningu lokinni er unnið með nemendum í vinnusmiðju þar sem þau prófa sig áfram með að teikna hreyfingu og hreyfa sig eftir teikningum.
Unnið er í pörum, þar sem nemendur teikna munstur, orð, teikningar og vinna með í hreyfingu. Í vinnusmiðjunni leikum við okkur með hugtök sem áhrifagjafa í teikningu og hreyfingu: form, liti, tilfinningar og tempó og virkjum þannig ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn.”
Rákir - Að teikna hreyfingu
28. september - 2. október 2020
Austurland
Katrín Gunnarsdóttir
Rán Flygenring
4. - 7. bekkur
A3 pappír og þykkir tússlitir