Repüp Textílsmiðja með Evu Ísleifs á BRAS
Repüp er fatamerki hannað af listakonunni Evu Ísleifs. Nafnið Repüp er innblásið af enska hugtakinu Re-Purpose, sem vísar til endurnýtingar og þess að gefa hlutum nýtt hlutverk. Merkið leggur áherslu á að hanna einstakar flíkur með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.
Motto merkisins er: “Repüp champions sustainability and creativity in their clothes. Creating unique one-off items, concentrating on comfort and quirkiness.” sem þýðir: “Repüp stendur fyrir sjálfbærni og sköpun í fatnaði sínum. Þau skapa einstakar flíkur með áherslu á þægindi og sérkenni.”
Um listakonuna Evu Ísleifs
Eva Ísleifs er íslensk listakona sem býr og starfar á Íslandi. Hún lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og MFA-gráðu í skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg árið 2010. Eva vinnur með fjölbreytta miðla, aðallega skúlptúr og þrívíð form. Verk hennar einkennast oft af húmorískri nálgun sem skapar spennu á milli vonar og vonleysis og vekur áleitnar spurningar um gildi og verðmæti í samfélaginu.
Verk Evu hafa verið sýnd víða á Íslandi og í Evrópu, meðal annars í einkasýningunni Jörðin er rúmið mitt í Kling & Bang (2022), HIC SVNT DRACONES í Gallerí Kverk (2022) og Getting out of Zola í MEME, Aþenu, Grikklandi (2022).
textíll og hönnun
Haust 20ö25
Austurland
Eva Ísleifs
8. - 10. bekkur