Ævintýrið Lykillinn Tónleikar

Ævintýrið Lykillinn

Ævintýrið Lykillinn – með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands  2020

Fyrsta verkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands eru skólatónleikar sem haldnir verða miðvikudaginn 16. september 2020 á þremur stöðum; í Þorlákshöfn, á Selfossi og á Flúðum.
14 manna klassísk hljómsveit, eins konar smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda, heldur 40 mínútna tónleika fyrir skólabörn.

Efni tónleikanna:
Fyrst er leikið hressilegt þekkt lag, síðan eru hljómsveitin og hljóðfæri hennar kynnt.
Þá er leikið verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”
Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák inni í kletti. Allt fer vel að lokum þegar  þokunni léttir og amma og afi finna Benna með hjálp Snata.
Verkið var samið fyrir skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands af Tryggva M. Baldvinssyni og Sveinbirni I. Baldvinssyni.
Að lokum syngja börnin með hljómsveitinni þekkt íslensk lög sem þau hafa undirbúið með kennurum sínum.

Börnin undirbúa sig fyrir tónleikana með kennurum sínum með því að kynnast sögunni um Lykilinn, teikna myndir við söguna, og læra og æfa lögin sem sungin verða.
Tónleikarnir miða við nemendur á ynsta stigi og miðstigi.

 

Upplýsingar
Hvað

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Hvenær

16. september 2020

Hvar

Þorlákshöfn, Selfoss, Flúðir

Hverjir

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Aldurshópur

1. - 7. bekkur

Aðstaða og tækni