Stelpur rokka! Tónlist

Stelpur rokka!

Stelpur, trans og kynsegin ungmenni í 8. og 9. bekk í Fellaskóla í Breiðholti  heimsækja nýjar höfuðstöðvar Stelpur rokka! í Fellahverfi. Starfsfólk samtakanna býður upp á smiðju í samstarfi við nokkrar farsælar starfandi hljómsveitir sem eru öflugar fyrirmyndir fyrir konur í tónlist.

Tónlistarflytjendur flytja frumsamið lag sem fjallar um mikilvægt samfélagsmálefni. Flytjendur munu fjalla um tónlistarsköpun sína sem áhrifaríkt afl í aðgerðum í þágu réttlætis. Starfsfólk Stelpur rokka! mun svo halda stutt erindi um sögu tónlistar í pólitískum mótmælahreyfingum og hvernig tónlist hefur einstakan áhrifamátt til breytinga í samfélaginu.

Þátttakendum er svo skipt í um þrjá smærri hópa og skapa, undir leiðsögn tónlistarkvenna og starfsfólks samtakanna, eigin texta og lag, mínútuverk, innblásið af þemunum, sem er flutt í lok smiðjunnar.

Um er að ræða fjölbreyttan og skapandi viðburð. Lögð verður áhersla á að sýna breidd í tónlistarflutningi, frá pönki yfir í þjóðlagatónlist, sem endurspeglar breidd í sögulegri umfjöllun. Ólíkar hljómsveitir og tónlistarkonur munu halda smiðjuna í hvert skipti, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera öflugar femínískar fyrirmyndir í tónlist. Stelpur rokka! hafa 8 ára reynslu af því að vinna náið með tónlistarkonum að undirbúningi smiðja fyrir ungmenni. Samtökin hafa einnig mikla reynslu af því að styðja ungmenni með litla tónlistarreynslu í  skapandi tónlistarvinnu í hópum, á stuttum tíma.

Verkefnið mun þjóna sem góð  kynning á því starfi sem fram fer í tónlistarmiðstöðinni en Stelpur rokka! munu í vetur vera fyrsta tómstundaverkefnið á Íslandi sem að miðjusetur ungmenni með færri tækifæri ( t.d. ungmenni af erlendum uppruna) með því að bjóða upp á gjaldfrjálst starf sem er sérstaklega mótað að þörfum þeirra.

Hér má sjá myndband frá verkefninu Stelpur rokka.

 

Upplýsingar
Hvað

Tónlist

Hvenær

Janúar 2020

Hvar

Breiðholt

Hverjir

Stelpur rokka!

Aldurshópur

10. bekkur

Aðstaða og tækni

Stelpur rokka!