Getur orðið til töfrandi ævintýraheimur úr ruslinu sem við hendum? Endurvinnsla, undirvitund, umbreyting. Hvað gerir stúlka sem þarf að finna sig á nýjum stað? Til að takast á við stórar áskoranir þarf oft hugrekki til að kafa niður á órætt dýpi.
Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl ! Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri. Saga stúlkunnar er ófyrirsjáanleg og spennandi en á sama tíma notalega kunnugleg. Töfrandi saga og ævintýraleg upplifun!
Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil lagt áherslu á að gera sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman. Þau hafa sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar og má þar meðal annars nefna sýningarnar “Skrímslið litla systir mín” og “LÍFIÐ – stórskemmtilegt drullumall” sem mörgum eru minnistæðar fyrir óvænta leikhústöfra og ljóðrænt sjónarspil sem snertir um leið við áhorfendum.
Sýningin er 50 mínútur
Höfundar: Leikhópurinn
Leikstjóri: Helga Arnalds
Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson og Benedikt Karl Gröndal
Leikmynd: Eva Signý Berger og Helga Arnalds
Búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Sunna Reynisdóttir
Sviðshreyfingar: Katrín Gunnarsdóttir
Lýsing: Fjölnir Gíslason
Skemmtilegt fræðsluefni um sýninguna
https://pub.lucidpress.com/
Stúlkan sem stöðvaði heiminn
Febrúar 2021
Borgarleikhúsið
Leikhópurinn 10 fingur
5. bekkur