Suður um höfin Tónlist

Suður um höfin

Ber hugurinn mann virkilega hálfa leið?

Við skulum skoða málið. Ferðumst saman suður um höfin til framandi landa í Suður-Ameríku. Á þessu ímyndaða ferðalagi kynnumst við tónlist frá svæðinu og komumst að því að það er af nógu að taka. Þarna er hafsjór af skemmtilegri tónlist með fjörugum trommu- og hljóðfæraslætti.

Til að hjálpa okkur að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn enn frekar sjáum við svipmyndir frá stöðum eins og Mexíkó, Kólumbíu, Perú, Chile, Argentínu og Brasilíu og fræðumst lítillega um löndin í leiðinni. Þarna er víðfemt og fjölbreytileikinn gríðarlegur og svo ótrúlega margt að sjá og skoða.

Vindum okkur saman í ferðalag.

Upplýsingar
Hvað

Tónlist

Hvenær

3. - 7. október

Hvar

Suðurland

Hverjir

Ásgeir Ásgeirsson
Haukur Gröndal
Kristofer Rodriguez Svönuson

Aldurshópur

1. - 10. bekkur

Aðstaða og tækni

Skjávarpi og tónleikarými