Svakalegar sögur er 60 mín kynning og smiðja fyrir krakka um hvernig allir geta fengið hugmyndir og búið til sögur – og hvers vegna það er svakalega mikilvægt að æfa ímyndunaraflið. Smiðjan hentar krökkum í 3.-6. bekk.
(Smiðjan getur líka gengið fyrir yngsta og elsta stig í grunnskóla, t.d. í minni skólum)
Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur, og Blær Guðmundsdóttir, teiknari, hafa báðar starfað við fjölbreytt verkefni tengd bókaútgáfu og barnamenningu og hafa síðastliðin tvö ár kennt rit- og teiknismiðjuna Svakalega sögusmiðjan í Borgarbókasafninu.
Í fyrirlestrinum Svakalegar sögur segja þær frá:
Og síðan segja þær frá og sýna verk í vinnslu. Í smiðjunni búa þær til sögupersónu og sögu með aðstoð krakkanna í salnum (mjög skemmtilegt!).
Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um jólasveininn Stúf, fantasíurnar Skrímslin vakna og Hættuferð í Huldubyggð og einnig hljóðbókina Sögur fyrir svefninn á Storytel, sem hlaut Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022.
Eva Rún hefur einnig unnið sem handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri sjónvarpsþátta fyrir KrakkaRÚV. Eva Rún stýrði framleiðslu á Stundinni okkar í tvo vetur og vann Edduna 2021 fyrir besta Barna- og unglingaefni ársins.
Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndlýst barna- og skólabækur þ.á.m. bækurnar um Stúf, Holupotvoríur, Ég og sjálfsmyndin og Orð eru ævintýri. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum.
Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.
Blær og Eva Rún hafa stýrt Meistarabúðum Sagna 2022- 2024 fyrir 10-12 ára krakka sem komust áfram í keppninni Sögur verðlaunahátíð barnanna. Eva Rún og Blær fengu Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi 2023, fyrir framlag sitt til barnamenningar með Svakalegu sögusmiðjunni. Svakalega sögusmiðjan hefur hlotið styrki frá Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.
Listasmiðja
Haust 2024
Austurland - Reykjanes
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Blær Guðmundsdóttir
3. - 6. bekkur