Haustið hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt hjá List fyrir alla. Þúsundir barna hafa notið viðburðanna sem eru ólíkir og einstaklega fjölbreyttir. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir viðburði haustins en nánari upplýsingar um hvern viðburð má finna hér á heimasíðu List fyrir alla undir viðburðir.
Auk þess hefur List fyrir alla átt frábært samstarf við Listasafn Árnesinga/Einu sinni var /Listasafn ASÍ/Kjarval á kerru, Trúðavaktina, Listasafn Íslands/Listasafn Akureyrar/Vídeóvinda og Skaftfell/myndlistarmiðstöð Austurlands/íslensk alþýðulist.
Á döfinni eftir áramót eigum við spennandi tíma fyrir höndum en þá munu verkefnin Heyrðu villuhrafninn mig, Listalestin, After the fall, Hnýtum hugarflugur og Stelpur rokka fara á flakk.
Við þökkum öllum krökkum, kennurum og starfsfólki grunnskólanna hjartanlega fyrir frábærar viðtökur og erum þakklát listafólkinu okkar og liststofnunum sem miðla af þekkingu sinni til barna og ungmenna um allt land.
List fyrir alla þakkar ykkur samstarfið á árinum við hlökkum til frekara samstarfs á komandi ári og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Kær kveðja,
List fyrir alla