Þræðir Myndlist

Þræðir

Markmið verkefnisins Þræðir er að vinna með 4. bekk grunnskólanema í skólum Árnessýslu þar sem börnin fá að upplifa safnið og safnalífið á lifandi hátt í gengum námskeið leitt af listakonunum Öldu Rose og Heru Fjord. Listasafn Árnesinga í samstarfi við fyrrnefndar listakonur mun standa fyrir seríu af námskeiðum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listakonurnar koma í nærsamfélagið með verkefnið fyrir hönd safnsins.

Námskeiðasería þar sem Listasafn Árnesinga í samstarfi við listakonurnar keyra út í skóla í Árnessýslu og kynna mismunandi listform fyrir nemendum og þeir sem hafa áhuga á geta svo tekið þátt sýningu þar sem málverk úr safneign er valið og rýnt verður í verkið og svo búið til sviðslistaverk / gjörning út frá því.

Á námskeiðinu fá þátttakendur málverk úr safneign Listasafns Árnesinga sem viðfangsefni og eiga að rýna í það og komast að / skapa söguna á bak við verkið. Í gegnum spuna og aðrar leiklistaræfingar verður um 2-3 mínútna verk samið sem verður svo fínpússað með að skrifa það niður (handritagerð), nemendurnir fá æfingur í persónusköpun en þeir munu rýna í þær persónur sem eru í málverkinu og í samtali við kennara og listakonurnar munu þau taka ákvarðanir um sögu karakterana og persónuleikaeinkenni þeirra. Að persónusköpun og handritsgerð lokinni eru nemendur með stutt leikverk sem gerist rétt áður en málverkið var málað. Næsta skref er að hanna leikmynd og búninga en leiksviðið og búningar þurfa að passa eins vel við verkið og hægt er.

Nemendur munu endurskapa málverkið eins nákvæmlega og þeir geta en um leið segja söguna á bak við það í leikverki. Leikritið byrjar á nokkrum mínútum áður en verkið var gert og svo allt í einu, mögulega í miðri setningu, frjósa leikararnir og áhorfendur átta sig smám saman á því að þeir eru að horfa á nákvæma eftirlíkingu verksins, “lifandi” útgáfu af verkinu.

Almennt um verkefnið:

Smiðjuþræðir úr safninu inn í Sveitirnar.

Listasafn Árnesinga mun með þessu verkefni keyra út smiðjur og námskeið til skóla í Árnessýslu. Unnið verður með sex listamönnum í þetta skiptið sem koma úr mismunandi áttum, myndlistarmenn, leikari og leikstjóri, rithöfundur, raftónlistarmaður og tilraunalistamaður koma að verkefninu að þessu sinni.

Markmið verkefnisins er að vinna með grunnskólanemum í skólum Árnessýslu þar sem börnin fá að upplifa safnið og safnalífið á lifandi hátt í gengum námskeið leitt af úrvals listamönnum margir búsettir í Árnessýslu. Listasafn Árnesinga í samstarfi við listamennina mun standa fyrir seríu af námskeiðum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listamennirnir ferðast á milli skóla og verður boðið upp á þessar 3 smiðjur sem allar eru þverfaglegar þar sem td. rithöfundur og heimspekingur og myndlistarmaður hafa hannað smiðju þar sem útgangspunkturinn er að búa til sína eigin brúðu en með henni verður líka unnið að hugmyndum um tilfinningar, hlustun, tengsl við aðra, dýr og náttúru og tengsl við okkur sjálf. Önnur smiðjan er raftónlist og sköpun hljóðheims þar sem myndlistarmaður vinnur með raftónlistarmanni og munu þau kenna hvernig á að hlusta á hljóðin í kringum okkur, taka þau upp og nota í sköpun hljóðheims og jafnvel byrjun á tónverki. Þriðja smiðjan tengist enn meira inn í safneign Listasafns Árnesinga þar sem leikari og leikstjóri vinnur með myndlistarmanni að sögugerð og sköpun leikmyndar með verk úr safneign safnsins í forgrunni. Við teljum að allar þessar smiðjur eigi eftir að skilja eftir fræ sem geta svo vaxið og orðið að einhverju stærra í framtíðinni.
Við viljum líka horfa fram á við og sjáum fyrir okkur að endurtaka þessar smiðjur ef vel tekst til á hverju ári.

 

 

 

Upplýsingar
Hvað

Þræðir úr safninu inn í skólastarf í Árnessýslu

Hvenær

Hausið 2021

Hvar

Árnessýsla

Hverjir

Listasafn Árnesinga

Aldurshópur

4. bekkur

Aðstaða og tækni