Þjóðlagaskotnir barna- og fjölskyldutónleikar fyrir hressa og skapandi krakka á öllum aldri. Hljómsveitin Brek býður upp á nærandi og metnaðarfulla tónlistarupplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem saman renna minningabrot, frásagnir, hljóðmyndir og dásamleg tónlist í framúrskarandi flutningi. Sveitin ferðast inn í heim hljóðfæranna í gegnum tónlist sína og með liðsinni áhorfenda verður til heillandi stemning þar sem hlustað er eftir óvæntum hljóðum, takti og laglínum.Efnisskráin var upprunalega unnin í samstarfi við belgíska leikstjórann Wouter Van Looy, listrænan stjórnanda Big Bang Festival, og flutt á Big Bang tónlistarhátíðinni í Hörpu vorið 2022 þar sem Brek hélt tónleika fyrir hundruð grunnskólabarna. Síðan þá hefur dagskráin verið flutt nokkrum sinnum í Salnum í Kópavogi og fyrir grunnskólabörn víða í Reykjavík.
Nýverið hefur hljómsveitin svo útfært dagskránna fyrir alþjóðlegan markað en í september 2024 spilaði Brek á YAM Session sem er árleg tónlistarhátíð og ráðstefna tileinkuð barnamenningu. Að auki var hljómsveitin ráðin til að spila fyrir grunnskólabörn í Finnlandi á viku löngu tónleikaferðalagi.
Hljómsveitin Brek leikur aðallega frumsamda, alþýðu skotna, tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlagatónlist, jazz og popp en meðlimir sveitarinnar leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð.
Hljómsveitina skipa:
Harpa Þorvaldsdóttir, söngur og píanó
Jóhann Ingi Benediktsson, gítar og söngur
Guðmundur Atli Pétursson, mandólín og bakraddir
Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi og bakraddir
Nánar um BREK á www.brek.is
Tónleikar
Haust 2025
x
Harpa Þorvaldsdóttir
Jóhann Ingi Benediktsson
Guðmundur Atli Pétursson
Sigmar Þór Matthíasson
1. - 10. bekkur