Barnabókaflóðið Ritlist

Barnabókaflóðið

Barnabókaflóðið á ferð um landið
Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur, teiknari og listrænn stjórnandi Barnabókaflóðsins fer með grunnskólabörn í ævintýralegan leiðangur um furðuheima barnabókmennta. Heimur barnabóka hefur margt spennandi fram að færa. Barnabækur byggja brýr. Yndislestur getur flutt lesendur á nýjar slóðir, aukið víðsýni og samkennd, virkjað ímyndunaraflið og bætt málþroska. Lestur er lykillinn að lærdómi og það getur verið árangursríkt að ýta undir lestraráhuga barna í gegnum leik og sköpunargleði.

Kristín Ragna mætir í skóla með ævintýrakistu í farteskinu. Börnin fá að klæða sig í búninga, setja sig í spor sögupersóna og ferðast á fjarlægar slóðir norrænna goðsagna. Þau útbúa vegabréf sem þau stimpla í á leið sinni um hugarheima, skapa eigin persónur, teikna kort og semja sögu. Eldri bekkir fá að kynnast ólíkum aðferðum við hugmyndavinnu og búa til hugmyndakort sem þau geta nýtt til að skrifa eigin sögur í framhaldinu.

 

Upplýsingar
Hvað

Ævintýralegt ferðalag um heim barnabókmenntanna

Hvenær

7. - 11. október 2019

Hvar

Vestfirðir

Hverjir

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Aldurshópur

1.-10. bekkur

Aðstaða og tækni