Skelfileg mistök, pínlegar uppákomur og hryllilegar hrakfarir eru stundum af hinu góða. Af sumu má læra og um annað má skrifa! Rithöfundar nýta sér nefnilega allt milli himins og jarðar til að virkja hugarflugið, hvort sem það er óvæntur samsláttur hugmynda eða nánasta um- hverfi. Því allt getur nýst sem efniviður í góða, bitastæða eða afdrifaríka sögu.
Rithöfundarnir sýna á ferskan og fræðandi hátt hvernig galdra má fram heila sögu – söguheim, persónur, atburðarás – að því er virðist upp úr engu, með því að nota fáein brögð og brellur, m.a. fjársjóðskistu fulla af óvæntum hjálpar- tólum. Hér er á ferðinni létt og skemmtileg dagskrá um sagnagerð og ímyndunaraflið.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir er rithöfundur og teiknari. Meðal bóka hennar eru Nornasaga – Hrekkjavakan og bækurnar um Úlf og Eddu. Auk þess hefur Kristín Ragna stjórnað listasmiðjum og sett upp bókatengdar barna- sýningar. Kristín Ragna hefur hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang og verk hennar verið til- nefnd, m.a. til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Sverrir Norland er höfundur skáldsagnanna Kvíðasnill- ingarnir og Fyrir allra augum auk bókaknippis sem geymir fimm snotrar bækur á stærð við snjallsíma og rúmast því vel í vasa. Sverrir starfar einnig sem gagnrýnandi og ritstjóri og hefur þýtt barnabækur eftir höfunda á borð við Maurice Sendak, Junko Nakamura og Tomi Ungerer.
Allar pantanir berist á tinna@rsi.is
Upplýsingar í síma 568 3190 og á heimasíðu Höfundamiðstöðvar: www.rsi.is/hofundamidstod
Skáld í skólum
12. október – 16. nóvember 2020.
Um land allt
Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland
5.- 7. bekkur