Listalest LHÍ Listir

Listalest LHÍ

Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.

Listalest LHÍ vorið 2021 var frestað sökum COVID-19 faraldursins, en mun skólaárið 2021-2022 halda þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir unglingastigið í Varmahlíðarskóla, Skóla austan vatna og Árskóla sem áhersla verður lögð á samruna listgreina.

Verkefnið kemur til með að mótast og þróast í samstarfi við listgreinakennara sem og aðra kennara í viðkomandi skólum og munu nemendur listkennsludeildar vinna í samstarfi við þá.

Afurðir vinnusmiðjanna verða svo verða settar upp sem listasýning í lokin undir leiðsögn sýningarstjóra.
Allir eru hjartanlega velkomnir!

Hér má sjá umfjöllun um Listalestin frá því hún var á Egilsstöðum haustið 2018:

 

Upplýsingar
Hvað

Listalest LHÍ

Hvenær

Apríl 2021

Hvar

Skagafjörður og Kópavogur

Hverjir

Listkennsludeild LHÍ
Listgreinakennarar

Aldurshópur

8.-10. bekkur

Aðstaða og tækni

Vinnustofur