Leikurinn er lykillinn!
Hvernig kviknar hugmynd að bók? Hvað má og hvað má ekki í bókum – er kannski allt leyfilegt, engar reglur og allt hægt? Bókmenntaverkefnið Skáld í skólum fagnar tíu ára afmæli í haust, en það hóf göngu sína árið 2006. Á þessum árum hafa yfir 50 mismunandi dagskár orðið til innan vébanda verkefnisins og það er í stöðugri þróun og er alltaf jafn vinsælt. Í ár er kynnt nýjung en það eru ritsmiðjuheimsóknir þar sem vanir rithöfundar leiða nemendur inn í ævintýraheim skapandi skrifa og fara með þeim á hugmyndaveiðar.
Hvernig krækir maður í hugmyndir, verkar þær, kryddar og matreiðir svo úr verði spennandi saga? Hver er lykillinn að góðri sögu? Höfundar bregða á skapandi leik með nemendum og nemendur læra að hlusta eftir eigin hugmyndum, að móta úr þeim spennandi sögur og átta sig á að lykillinn að sögum er fyrst og fremst leikurinn.
Skáld í skólum er á vegum Rithöfundasambands Íslands. Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram þar. Hér má finna hlekk inn á heimasíðu þeirra.
Hlekkur á heimasíðu: https://rsi.is/hofundamidstod/skald-i-skolum/
Skáld í skólum
17. október – 16. nóvember 2016
Allir grunnskólar landsins
Aðalsteinn Ásberg
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Davíð Stefánsson
Hildur Knútsdóttir
Jóna Valborg Árnadóttir
Kristján Þórður Hrafnsson
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Óskar Jónasson
Svavar Knútur
1. - 10. bekkur
Tölva með skjávarpa og hljóðkerfi með tveimur hljóðnemum