Á hverju ári býður Skaftfell listamiðstöð Austurlands upp á listatengt fræðsluverkefni fyrir nemendur á Austurlandi og Norðausturlandi. Verkefnið er hluti af List fyrir alla og BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Listfræðsluverkefni Skaftfells 2025 er hannað og kennt af Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur myndlistarkonu.
Nemendum í 5.-6. bekk verður boðið að heimsækja Skaftfell þar sem þau fá leiðsögn um sýninguna Kjarval á Austurlandi. Á sýningunni er Austurland viðfangsefni Kjarvals enda hafði hann ætíð sterkar taugar þangað frá því að hann var tekinn í fóstur sem barn á Borgarfirði Eystri. Nemendur munu fá innsýn inn í líf hans og list og vinna svo í stuttri listsmiðju í tengslum við sýninguna.
Hanna Christel útskrifaðist úr myndlistadeild Listháskóla Íslands árið 2002. Hún starfaði áður sem fræðslufulltrúi Skaftfells á árunum 2013-2022 auk þess sem hún sinnti forstöðu miðstöðvarinnar síðust tvö árin. Hún hefur síðan þá unnið að ólíkum verkefnum aðallega tengdum safnfræðslu og sýningarhönnun. Hún hefur setið í stýrihópi BRAS, menningarhátíð barna og ungmennna á Austurlandi frá stofnun hátíðarinnar.
Árlegt listfræðsluverkefni Skaftfells
Haust 2025
Austurland
Skaftfell listamiðstöð Austurlands
5.-6. bekkur