List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
Stefnt er að því að yfir tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvant lista, nemendur kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.
Á þennan hátt er menningarframboð aukið enn frekar og stuðlað að samstarfi listamanna og listahópa með börnum og ungmennum landsins þar sem gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi.
Lesa MeiraBarnamenningu er oft skipt í þrjá flokka:
(a) menning fyrir börn, (b) menning með börnum og (c) menning sköpuð af börnum.
List fyrir alla leggur megináherslu á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Áherslan er á listamanninn/mennina sem búa til og skapa listverkefni fyrir börn annars vegar og með börnum hins vegar.
Menning sköpuð af börnum er stundum nefnd leikjamenning barna. Það er sú menning sem verður til innan barnahópsins í umhverfinu, oft sjálfsprottin og án tilstuðlunar hinna fullorðnu.
Lesa Meira