Árið byrjar vel, um þessar mundir ferðast Dúó Stemma með viðburðinn Heyrðu villuhrafninn mig um allt Suðurland og á döfinni eru eftirfarandi viðburðir Listalestin, After the fall, Hnýtum hugarflugur og Stelpur rokka. Það er því líf og fjör í starfsemi List fyrir alla.
Einnig er List fyrir alla í samstarfi við Reykjavíkurborg, Barnamenningarhátíð og Tónlistarborgin Reykjavík að undirbúa glæsilega Evrópska tónlistarhátíð fyrir börn – Big Bang sem haldin verður í Hörpu 25.apríl. Endilega fylgist með fréttum.
Hér má finna gott yfirlit yfir viðburði síðastliðins hausts:
Auk þess hefur List fyrir alla átt frábært samstarf við Listasafn Árnesinga/Einu sinni var /Listasafn ASÍ/Kjarval á kerru, Trúðavaktina, Listasafn Íslands/Listasafn Akureyrar/Vídeóvinda og Skaftfell/myndlistarmiðstöð Austurlands/íslensk alþýðulist.