Oddur og Siggi Leiklist

Oddur og Siggi

Leikararnir Oddur og Siggi segja okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt persónulega sögu sem kannski fjallar um þá, kannski einhverja aðra, kannski um einhvern sem þú þekkir, kannski um þig.

Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga bekkjarfélaga og vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað?

Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.

Upplýsingar
Hvað

Þjóðleikshúsið

Hvenær

Frumsýning 6. október 2017

Hvar

Allt landið

Hverjir

Þjóðleikshúsið. Oddur Júlíusson leikari
Sigurður Þór Óskarsson leikari
Björn Ingi Hilmarsson leikstjóri

Aldurshópur

4. - 7. bekkur

Aðstaða og tækni

Rými fyrir leikara og áhorfendur. Þjóðleikhúsið mun flytja með sér allan þann búnað sem þarf til sýninga, þannig ætti að vera hægt að sýna sýninguna þar sem henta þykir.